Rakamyndun í byggingarhlutum er oft efni í deilur þegar kemur að framkvæmdum. Dry-tækni notar eftirfarandi mæliaðferðir til að ná sem nákvæmastri niðurstöðu. kjallara þéttingar, byggingarvörn, raka og bygginga þéttingar er það málefni sem Dry-tækni sérhæfir sig í.
Það eru samt sem áður til einangruð tilfelli af rökum veggjum þar sem jafnvel við getum ekki gert neitt. Ein af meginreglum okkar er: engar tilraunir! Til að ganga úr skugga um að notkun Drytækni kerfisins muni fjárlægja raka í þínu húsinu á árangursríkan hátt, gerum við alltaf ítarlega greiningu með mælingum.
Almennt notum við CM eða Darr aðferðina sem grunnmælingar. En með þessari aðferð eru tekin sýni úr vegg (desctructive method) til að ná sem nákvæmastri niðurstöðu á vatnsinnihaldi í steypunni.
Moist 250B er microbylgju rakamælingarsett með rakamælingu fyrir ýmis efni og er ekki eyðileggjandi (Non-destructive) sem hægt er að nota til að kalla fram afturvirka skýringu á því hver ber ábyrgð á rakamyndandi byggingarhluta út frá sjónarhóli byggingarverkfræði
Moist 250 er með hátíðni örbylgjumælingar sem gefa ekki falskar niðurstöðu útfrá söltum í veggjum og er með mæligetu fyrir dýpt frá 0 – 2 … 3 cm, 0 – 5 .. 7 cm, 0 – 10 …11 cm, 0 – 25 … 30 cm, 0 – 25 … 30 cm og 0 – 60 … 80 cm. Vinnsla mælinga er þannig sett upp í net graf sem gefur upp ákveðin litargóða samaber
rakainnihald (%massans)
Þannig er sannarlega hægt að greina hvort það er villa notandans (condensate moisture) eða skemmdir á bygginguni, svo sem vegna rísandi raka eða leka og hvar það er sem raki kemst upp í bygginguna og álykta þannig hvaða gallar geta verið ábyrgir fyrir rakanum.
Mjög einfalt er að hægt að staðfesta hvort grunur um uppstígandi raka úr jörðu sé á rökum reistum með því að nota einfaldan semi pro voltmæli og mæla spennuna á veggnum.
Materialfox mini er jafn stór og eldspýtukassi og er hægt að nota til að fá nákvæmar upplýsingar þegar kemur að því að greina raka. Þetta litla tæki skráir sjálfkrafa upplýsingar frá allt að þremur stöðum yfir nokkra mánaða tímabil og getur sent via internet frá svæði viðskiftarvinarins með innbyggðum hugbúnaði.