Drytækni

Drytækni veggþurrkun - Langtíma lausn

Þökk sé Drytækni kerfinu, þá þarftu hvorki mælitæki né sérfræðiþekkingu til að fá sannfærandi árangursstaðfestingu: upplifðu bara hversu andrúmsloftið í herberginu hefur batnað.

Engu að síður treystum við ekki á huglæga skynjun, heldur fylgjumst við hlutlægt með vísbendingum um framvindu rakamótunar – meðan á þurrkun stendur og eftir það eftir óskum viðskiftavinarins. Þess vegna getum við sagt þér með nákvæmum prósentutölum hversu mikill raki hefur varanlega verið fjarlægður úr mannvirkinu. Til samanburðar um hvaða magn er að ræða, þá getur blautt múrverk innihaldið allt að 450 lítra af vatni á rúmmetra.

Ef þú vilt ganga úr skugga um að þú sért öruggu megin, þá geturðu einnig fengið okkur til að fylgjast með ferlinu á veggþurkuninni og afsöltuninni og/eða með (tæknilegum eftirlitsaðila) eða löggiltri rannsóknarstofu – gegn litlu aukagjaldi. 

 

Til að tryggja að lífsgæðin sem náðst hafa séu varðveitt í langan tíma, frá og með uppsetningu, þá verður Drytækni kerfið ómissandi hluti af byggingunni og heldur áfram að vinna í viðhaldsfrjálsum ham. Raki og sölt geta ekki stigið frekar upp frá jörðinni – það er búið að skapa hindranir fyrir bakteríu, sveppi og þörunga. Húsið þitt helst þurrt.