Drytækni

Um fyrirtækið

Hver er Dry-tækni ehf

Hjá Dry-tækni færð þú þurrann kjallara og vegg með electrophoresis. Electrophoresis er skilvirkasta – og jafnvel ódýrasta aðferðin til að þurrka upp múrverk og steypu. Dry-tækni kerfið er algjörlega leiðandi og best heimildað kerfið fyrir þennan tilgang.

Dry-tækni ehf er 100 prósent innlent fyrirtæki, stofnað af reyndu fagfólki og viðskiptastjórum og er aðili af Sart samtökum löggiltra rafeinda og rafverktaka. Löggiltir fagmenn innan fyrirtækinsins eru með áratuga reynslu af almennum raflögnum, rafstýringum og sérhæfingu í uppsetningu rafhleðslustöðva ásamt rakalausnum. Dry-tækni sér einnig um uppsetningu, viðhald og þjónustu á rafstýrðum skjalaskápum fyrir egilsson og rossen ehf.

Dry-tækni kerfi er byggt á hinnu viðurkennda þýska Drymat System, sem er tryggt með Önorm. Dry-tækni er þjónustu og umboðs aðili þessa kerfis á Íslandi. Sjá nánar um Önorm hér

Electrophoresis er græni leiðin að þurrum kjallara

Dry-tækni kerfi er græna leiðin til þurrs kjallara og veggja, vegna þess að það

Stuðlar að heilbrigðu innilofti
Virkar án efna
Notar eins lítin straum og sjónvarp á stand-by
Dregur úr hitanotkun
Er úr efni með sama líftíma og húsið
Gefur lægri kolefnaeyðslu

Dry-tækni kerfi er græna leiðin til þurrs kjallara og veggja, vegna þess að það

Electrophoresis aðferðin var þróuð árið 1997 af hinum þýska Frank Lindner og fyrirtækið hans er leiðandi framleiðandi electrophoresis í Evrópu. Drymat System er með fulltrúa í stærsta hluta af Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. Hingað til hafa mörg þúsund af Drymat kerfum verið sett upp um allan heim.

Drymat viðurkenning: Top-frumkvöðlar árið 2016 og 2018

Drymat-Systeme GmbH hefur fengið viðurkenningu sem eitt af top 100 frumkvöðla á sviði lítila og meðalstóra fyrirtækja

Persónuleg nálgun

Hvert verkefni er klæðskerasaumað utanum þær aðstæður sem fyrir hendi eru. Mikil áhersla er lög á að kynna fyrirkomulag og útfærslu á Drytækni kerfinu, þannig að húseigandi sé vel upplýstur um allt sem fylgir uppsetningu og síðan hvernig eigi að fylgjast með og nota kerfið.

Reynsla og fagmennska

Reynslan af Drytækni kerfinu byggir á vísindalegum grunni hvað varðar árangur og endingu. Þúsundir viðskiptavina um alla Evrópu staðfesta árangurinn og hagkvæmnina sem þetta kerfi byggir á. Byggt er á stöðluðum vinnubrögðum í uppsetningu og frágangi og starfsmenn hjá fyrirtækinu Drytækni hafa fengið alþjóðlega vottun til að uppfylla þessar kröfur.

Trygging fyrir gæðum

Drytækni notar eingöngu eðal málma í sínu kerfi. Þetta þýðir að kerfið er varin gegn ryði og tæringu. Þetta tryggir bæði langa endingu og varanlega snertingu milli okkar rafskauta og veggsins. ​ Talið er að endingartími Drytækni kerfisins geti verið allt að 30 ár og meira en 100 ár fyrir leiðara og skaut.