Rakahindranir missa skilvirkni sina yfir árin eða hafa aldrei verið fullnægjandi. Það eru margar, í sumum tilfellum talsvert dýrar aðferðir til að þétta hús sem búið er að byggja. Þær aðferðir eru erfiðar og oft árangurslitlar. Eftir nokkur ár birtist venjulega gamli vandinn aftur. Til marks um lélega þéttingu er blautt kjallaragólf sem og salt útbrot.
Í gegnum árin komast uppleyst sölt, sem berast með vatni, inn í veggi frá jörðu. Þessi sölt gera vatnið leiðandi, sem leiðir til neikvæðar spennu í veggjunum, sem hægt er að mæla. Vegna háræðarkrafta og að saltið hefur sogast inn og þá stígur vatnið oft upp veggi í talsverðar hæðir.
Hefðbundnar aðferðir við rakavarnir og þéttingu á veggjum eru að jafnaði fyrirferðarmiklar og dýrar. Í mörgum tilfellum virka ráðstafanirnar til að laga þetta aðeins í nokkur ár þangað til vandinn kemur upp aftur.
Góð veggþurrkun er forsenda fyrir öllum endurbótum, aðallega í gömlum byggingum, þar sem vantar eða er ófullnægjandi rakahindrun sem oftast er reyndin frekar en undantekning. Jafnvel í nýjum byggingum, geta gallar í skipulagi og byggingu eða náttúruhamfarir hleypt raka inn í veggi. Afleiðingarnar eru víðtækar: minni styrkur veggjarins, aukin frostnæmi og þróun á veggsöltum, myglu eða þurrrotnun. Þetta leiðir ekki aðeins til verulegrar lækkunar á varmaeinangrun (um allt að 65%) heldur getur það einnig valdið verulegu heilsutjóni. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með ýmsum aðferðum með því að þurrka veggina.
Rísandi raki er það þegar þegar raki frá jörðu berst upp í veggi með háræðarverkun sem lýsir sér í salt útbroti, vondri lykt og myndar skilyrði fyrir myglu sem er sérstaklega hættulegt heilsu fólks.
Hér er einmitt þar sem Drytækni kerfi er sérstaklega árangursríkt:
Þessa aðferð er hægt að beita á hvaða vegg sem er. Þar sem byggingarhlutar eru ekki skemmdir, verður þessi aðferð sífellt vinsælli. Það fylgja varla nein óhreinindi vegna uppsetningar í bygginguna. Uppbygging hússins er varðveitt í upprunalegu ástandi. Jafnvel gamlar hvelfingar og kjallara er hægt að þurrka með þessari aðferð.
Drytækni er þín lausn með ISO vottun.